Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við félagsmálaráðuneytið hefur tekið að sér umsjón með styrkveitingum til verkefna sem hafa að markmiði að efla íþróttastarf fyrir fólk með fötlun / sérþarfir. Verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu í tengslum við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.
Markmiðið með styrknum er að efla heilbrigði fatlaðs fólks og auka möguleika íþróttafólks með fötlun/sérþarfir á þátttöku í íþróttastarfi, styðja við starf á sviði íþrótta fatlaðra og efla samstarf við almenn íþróttafélög. Markmiðið er einnig að hvetja til rannsókna á þessu sviði, þróunar nýrra greina, námskeiða og að styðja við hvers konar hugmyndir sem stuðla að virkni og þátttöku einstaklinga með fötlun/sérþarfir í íþróttastarfi á Íslandi. Félög/deildir, þjálfarar og einstaklingar geta sótt um styrki. Hægt er að sækja um styrk vegna verkefna sem eru í gangi og þurfa stuðning og vegna nýrra verkefna
Hér má nálgast umsóknareyðublað
Vinsamlega fyllið út umsókn og sendið í sem viðhengi á netfangið: if@ifsport.is cc annak@ifsport.is
Skil umsókna fyrir 20. janúar 2020