Mikið við að vera á HM næstu þrjá daga


Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum í þróttum stendur nú sem hæst í Dubai og næstu þrjá daga verða íslensku keppendurnir í eldlínunni. Á morgun stígur Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir aftur á stokk þegar hún keppir í undanrásum í 100m hlaupi T37. Undanrásirnar hefjast kl. 09.06 að staðartíma eða kl. 05.06 að íslenskum tíma að morgni 13. nóvember. Úrslit greinarinnar fara svo fram kl. 19.23 um kvöldið (kl. 15.23 ÍSL tíma).


Fimmtudaginn 14. nóvember verða allir þrír íslensku keppendurnir í sviðsljósinu en þá keppir Stefanía Daney Guðmundsdóttir í langstökki kl. 09.36 (05.36 ÍSL tími). Bergrún Ósk keppir í undanrásum í 200m hlaupi kl. 10.26 (06.26 ÍSL tími) og Stefanía Daney keppir í undanrásum í 400m hlaupi þennan sama dag kl. 18.24 (14.24 ÍSL tími). Það er svo Hulda Sigurjónsdóttir sem lokar fimmtudeginum með keppni í kúluvarpi F20 kl. 19.46 (15.46 ÍSL tími).


Föstudagurinn 15. nóvember er svo síðasti keppnisdagurinn en þá eru úrslit í 200m hlaupi T37 hjá Bergrúnu og úrslit í 400m hlaupi hjá Stefaníu svo það er fimmtudagurinn og frammistaðan þar sem segir til um hvort okkar konur verði aftur í eldlínunni á föstudag.


Mynd/ Jón Björn - Frá vinstri Bergrún Ósk, Hulda og Stefanía Daney.