Fulltrúi Special Olympics í Evrópu heimsækir Ísland og kynnir ,,Unified Sport, Unified schools og Youth Summitt"


Mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 17.00 verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3  hæð, opinn kynningarfundur á tækifærum sem hafa skapast í gegnum verkefni Special Olympics ,, Unifed sport",og ,, Unified schools" sem byggir á blöndun og samfélagi án aðgreiningar. Einnig verður  kynning á  ,,Youth Summitt" sem er leiðtogaþjálfun ungs fólks en Ísland mun taka þátt í ,,Youth Summitt" í fyrsta skipti árið 2020. Ungt fólk fatlað og ófatlað kemur saman á ráðstefnum og vinnur að ýmsum verkefnum sem stuðla að samfélagi án aðgreiningar. 

Jenni Hakkinen sem stýrir þessum verkefnum Special Olympics í Evrópu mun kynna starfið og þau tækifæri sem geta skapast við innleiðingu ,,unified" í íþrótta- og skólastarfi.

ALLT ÁHUGAFÓLK UM ÞRÓUN ÍÞRÓTTASTARFS OG NÝ TÆKIFÆRI VELKOMIÐ

 Special Olympics á Íslandi  hefur verið að innleiða  ,,Unified sport"  keppni fatlaðra og ófatlaðra og átt fulltrúa á leikum Special Olympics í ,,unified"  golfi og badminton. Innanlands hefur ,,unified" knattspyrna verið kynnt á námskeiðum og á Íslandsleikum SO og KSÍ. Markmið með innleiðingu ,,unified" er að hafa árif á þróun m.a. í átt að íþróttum án ágreiningar, skólum án aðgreiningar og stuðla þannig að samfélagi án aðgreiningar.  Ný tækifæri hafa skapast og á myndunum eru fulltrúar körfuboltadeildar Hauka sem er í samstarfi við Special Olympics á Íslandi, félagar frá Bolungarvík sem voru fulltrúar Íslands í ,,unified" badminton á leikum Special Olympics í Abu Dhabi í mars 2019 og systkini sem kepptu í ,,unified" golf á leikum Special Olympics í LA 2015. Þar var Íslandsmeistari í holukeppni annar liðsmanna.