Silfur hjá Hilmari í síðasta mótinu


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson, skíðadeild Víkings, hefur lokið keppni í Landgraaf í Hollandi og heldur heim á leið með brons- og silurverðlaun í farteskinu eftir öflugan lokadag í gær.


Keppt var innanhúss í Landgraaf og ólíkt reglum annara móta vetrarins voru þrjár ferðir í hverju móti og tíminn í öllum ferðum síðan lagður saman. Á þriðjudag og miðvikudag voru mótin á vegum IPC. Í því fyrra varð niðurstaðan 3. sæti en 4. sæti á því síðara.


Á fimmtudag og föstudag voru svo haldin fyrstu mót vetrarins í Evrópubikarnum. Þar ætlaði Hilmar að leggja allt í sölurnar en lítil mistök í fyrstu ferð fyrra mótsins leiddi til þess að honum hlekktist á og lauk því ekki keppni. Í gær, föstudag,  gekk svo nánast allt upp. Hann var með annan besta tíman í fyrstu og annari ferð en besta brautartíman í þeirri síðustu og hafnaði í öðru sæti mótsins. Eftir fyrstu 2 mótin af 8 í EC svigmótaröðinni er Hilmar Snær í 3. sæti með 80 stig, á eftir Aleksei Bugaev frá Rússlandi með 200 stig og Thomas Crocher frá Austurríki með 130 stig.


Mynd/ Þórður Georg - Hilmar á silfurverðlaunapalli í Landgraaf.