Sundmaðurinn Már Gunnarsson, ÍRB, synti í gær undir gildandi heimsmeti í 200m baksundi í 25m laug þegar hann kom í bakkann á 2:34,57 mín á ÍM 25. Már keppir í flokki S11 (blindir) en nýverið kom hann heim af HM í sundi vopnaður bronsverðlaunum.
Beðið er mögulegrar staðfestingar á heimsmetinu en Íslandsmótið heldur áfram í Ásvallalaug í dag og á morgun.
Mynd/ Már Gunnarsson í Ásvallalaug síðastliðinn föstudag.