Íslenski hópurinn kominn til Dubai


Heimameistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum hefst á morgun í Dubai en mótið stendur yfir dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Íslenski hópurinn lenti í Dubai seint í gærkvöldi en fyrsti íslenski keppandinn á svið á HM er Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þann 10. nóvember næstkomandi.


Keppnisdagskrá íslensku keppendanna:
 

10. nóvember:
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, langstökk


13. nóvember
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, 100m hlaup


14. nóvember
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, langstökk og 400m hlaup


15. nóvember
Hulda Sigurjónsdóttir, kúluvarp
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, 200m hlaup


Mynd/ Íslenski hópurinn í Flugstöðinni á leið sinni til Dubai í gær.