Hilmar á leið til Hollands


Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er nú komin til Hollands þar sem hann mun á næstu dögum taka þátt í fjórum svigkeppnum á mótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC).


Um er að ræða tvö mót í Landgraaf í Hollandi þar sem Hilmar tekur alls fjórar svigferðir en eins og sumum gæti verið kunnugt er keppt í inniskíðaaðstöðu Hollendinga í Landgraaf.