Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, HR vann að mikilvægu lokaverkefni í þágu ÍF


Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, nýútskrifuð frá HR - Med í heilsuþjálfun og kennslu kom með lokaverkefni sitt á skrifstofu ÍF á dögunum en efnið tengist beint þjálfun og líkamsástandi fatlaðs afreksíþróttafólks.

Verkefni beir heitið; Hentugleiki staðlaðra mælinga til að meta líkamsástand styrk og hreyfigetu fatlaðs afreksíþróttafólks.  Dr. Ingi Þór Einarsson var leiðbeinandi en verkefnið var unnið fyrir ÍF og mælingar voru m.a. í samstarfi við þjálfara á afreksbúðum ÍF.

Kolbrún kom líka með blóm og konfekt á skrifstofu ÍF og vildi þannig sýna þakkir fyrir stuðning og samstarf.  Fallega gert og til hamingju með þetta mikilvæga verkefni Kolbrún Sjöfn.