Þriðjudaginn 10. desember næstkomandi verður kjöri Íþróttasambands fatlaðra á íþróttamanni og íþróttakonu ársins 2019 úr röðum fatlaðra lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík.
ÍF hefur þegar sent út til aðildarfélaga sambandsins beiðni um tilnefningar fyrir kjörið í desember. Hér að neðan má svo nálgast listann yfir íþróttafólk ÍF frá upphafi en árið 1998 ákvað stjórn ÍF að íþróttamaður og íþróttakona ársins skyldu útnefnd, þar áður eða frá árinu 1977 var aðeins einn íþróttamaður útnefndur.
Íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra 1977-2018
Mynd/ Frá athöfninni 2018 þar sem Róbert Ísak Jónsson sundmaður og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frjálsíþróttakona voru útnefnd íþróttafólk ársins. Róbert var ekki viðstaddur athöfnina þar sem hann var erlendis en fékk vissulega góðan fulltrúa til að taka við verðlaununum fyrir sig.