Hulda fjórða í sleggjunni


Keppni er í fullum gangi á Global Games í Ástralíu en frjálsíþróttakonan Hulda Sigurjónsdóttir hafnaði í 4. sæti í sleggjukasti.


Hulda kastaði lengst 30,87 metra en sigurvegarinn í greininni var Beatrice Aoustin frá Frakklandi sem kastaði sleggjunni 44,06 metra. Hulda var grátlega nærri verðlaunum en bronsverðlaunhafinn Lillee Wakefield frá Ástralíu kastaði 30,99 metra eða 12 cm lengra en Hulda.


Global Games eru haldnir af INAS sem eru heimssamtök þroskahamlaðra íþróttamanna.


Hér má nálgast heimasíðu leikanna