Glæsilegt Íslandsmót ÍF í umsjón íþróttafélagsins Ívars á Ísafirði


Vísað er hér í nánari úrslit en það var  Guðrún Ólafsdóttir, Firði sem sigraði í 1. deild og  Ingi Björn Þorsteinsson, IFR  sigraði í flokki BC1 - 5. Í boccia er keppt í deildum þar sem keppendur vinna sig upp, óháð fötlun.  Auk þess er keppt í BC1 - 5 skv. reglum IPC

Glæsilegt Íslandsmót í boccia einstaklingskeppni fór fram helgina 4 til 6 október á Ísafirði. Það var Harpa Bjornsdóttir formaður Ívars og mótsnefndin sem leiddi undirbúning  Íslandsmóts ÍF í  boccia einstaklingskeppni í samstarfi við boccianefnd ÍF. Um  100 sjálfboðaliðar aðstoðuðu við framkvæmd mótsins, Viðburðastofa Vestfjarða var með beina útsendingu frá mótinu og ekki dugði minna en að fá Einsa kalda frá Eyjum í eldamennskuna á lokahófinu. Mikið starf að baki sem skilaði glæsilegu Íslandsmóti. Til hamingju Vestfirðingar og takk ōll sem lōgðuð lið vegna mótsins. Í lok móts tók Harpa á móti gjöf frá fulltrúum ÍF og í kjölfar þess afhenti hún keflið til fulltrúa Suðra á Selfossi en mótið verður á Selfossi 2020.

Úrslit mótsins