Patrekur með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi


Patrekur Andrés Axelsson setti í dag nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi T11 (blindir) á opna króatíska mótinu sem fram fer í Zagreb. Þetta var síðasta tilraun Patreks fyrir lágmörk á heimsmeistaramótið sem fram fer í Dubai í nóvember.


Fyrr í dag hljóp Patrekur í 100m hlaupi þar sem hann hafði sigur í keppninni á 12,50 sek. Í 400m hlaupinu kom Patrekur í mark á tímanum 57,87 sek. sem er nýtt Íslandsmet. Það er því ljóst að Patrekur nær ekki þátttökulágmörkum fyrir HM og því renna öll vötn til EM næsta sumars.


Til hamingju með Íslandsmetið Patrekur!


Mynd/ Kári Jónsson - Patrekur ásamt leiðsöguhlaupara sínum Helga Björnssyni skömmu eftir komuna í mark með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi í Zagreb.