Þessa dagana stendur yfir fararstjóranámskeið hjá undirbúningsnefnd Paralympics 2020 sem fram fara í Tokyo á næsta ári. Námskeiðið fer fram í Tokyo þar sem Jón Björn Ólafsson íþrótta- og fjölmiðlafulltrúi ÍF er staddur sem fulltrúi Íslands.
Á meðal þess sem komið hefur fram í kynningum heimamanna í undirbúningsnefnd Paralympics er að allir verðlaunagripir leikanna 2020 verða gerðir úr endurunnum málum úr farsímum, fartölvum og fleira. Allur endurunninn málmur sem fer í verðlaunagripina kemur frá almenningi og viðskiptalífinu í Japan.
Í nóvember á síðasta ári höfðu safnast hátt í 50.000 tonn af raftækjum sem nýta átti í að endurvinna málmana fyrir verðlaunagripina. Viðlíka verkefni átti sér stað á Ólympíuleikunum og Paralympics í Ríó 2016 þar sem um 30% verðlaunagripanna voru úr endurunnum málmum en í Tokyo verða allir verðlaunagripirnir að fullu úr endurunnum málmum.
Mynd/ Verðlaunagripir Paralympics 2020