Á morgun heldur íslenska sundlandsliðið út til London þar sem HM í sundi fatlaðra mun standa yfir næstu daga. Síðasti sundmaðurinn í röðinni sem við á ifsport.is tökum stutt spjall við er Róbert Ísak Jónsson úr Firði/SH. Róbert keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) og er á meðal fremstu sundmanna heims í flokknum.
Með þátttöku þinni í London, hvað verða þá stórmótin á borð við EM og HM orðin mörg hjá þér?
HM einu sinni 2017 í Mexíkó og EM einu sinni í Dublin 2018. Svo hef ég tekið þátt í þremur Norðurlandameistaramótum.
Hvernig hefur undirbúningurinn gengið í sumar?
Undribúningurinn er búinn að ganga vel. Ég er eldhraustur fyrir mótið
Þú ert skráður í 200 skrið, 100 bringu, 100 flug og 200 fjór. Hver af þessum greinum er þín sterkasta?
100 flug og 200 fjór eru aðalgreinarnar mínar.
Hvernig líst þér á samkeppnina í flokki S14?
Ég er svakalega spentur fyrir keppnini!
Hvernig metur þú möguleika íslenska hópsins á HM þetta árið?
Ég vona alltaf fyrir það besta en er viðbúinn fyrir það versta.
Ísland á HM í sundi: Guðfinnur Karlsson
Ísland á HM í sundi: Thelma Björg Björnsdóttir
Ísland á HM í sundi: Sonja Sigurðardóttir
Ísland á HM í sundi: Hjörtur Már Ingvarsson
Ísland á HM í sundi: Már Gunnarsson