Ísland á HM í sundi: Sonja Sigurðardóttir


Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Ísland mun eiga sex keppendur á mótinu og á næstu dögum kynnum við alla okkar keppendur til leiks. Nú þegar höfum við kynnt Hjört Má Ingvarsson til leiks en nú er röðin komin að Sonju Sigurðardóttur sem hefur verið lengi að og einn reynslumesti keppandinn í íslenska hópnum. Sonja var m.a. fulltrúi Íslands á Paralympics 2008 þegar leikarnir fóru fram í Peking í Kína og aftur í Ríó 2016.


Með þátttöku þinni í London, hvað verður þú þá búin að taka þátt í mörgum heimsmeistaramótum?
Þau verða orðin fimm, fór fyrst 2006 til S-Afríku.


Hvernig líst þér á keppnina í London í flokki S4?
Líst mjög vel á hana, hún stefnir í skemmtilega keppni.


Þú ert skráð í þrjár greinar á mótinu,100 skrið, 50 bak og 50 skrið hver þeirra myndir þú segja að væri þín besta grein?
Það er klárlega 50m bak,ég er hraðari í baksundi en skriðsundinu (þótt skrið sé hraðasta sundið).það var mín Ólympíugrein 2008 og 2016.


Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir HM gengið?
Mjög vel, búin að vera æfa á hverjum degi í allt sumar, stundum 2xádag. Fer snemma að sofa, borða hollt.


Þú átt langan og farsælan feril að baki, hvað er minnisstæðast af öllum þessum árum í afreksmennsku?
Já lannngggaann, byrjaði að æfa sund fyrir 22 árum. Ég er með taugahörnurnarsjúkdóm sem gerir það að verkum, að ég fer niður um fötlunarflokk vegna styrks í höndum og fótum. Það voru nokkur ár sem ég var í flokki S5 og náði ekki að synda til að ná lágmörkum t.d ÓL 2012, EM2014. Minnisstæðast af öllum keppnisferðum er Ólympímótið 2008 í Kína.

Ísland á HM í sundi: Hjörtur Már Ingvarsson

Heimasíða HM í sundi