Árlegt minningarmót Harðar Barðdal fór fram í Hraunkoti, á æfingasvæði golfklúbbsins Keilis mánudaginn 24. júní og þar var eins og áður keppt í flokki fatlaðra og ófatlaðra. Fólk á öllum aldri mætti til leiks, börn og fullorðnir og keppni fór fram í blíðskaparveðri eins og alltaf er í Hafnarfirði. Í flokki fatlaðra sigraði Sigurður Guðmundsson og í flokki ófatlaðra sigraði Hjördís Magnúsdóttir. Ólafur Ragnarsson tók á móti Framfarabikar GSFÍ f.h. Eyrúnar Birtu Þrastardóttur sem ekki var á staðnum. í flokki fatlaðra var í 2. sæti Kristbergur Jónsson og 3.sæti Elín Fanney Ólafsdóttir. Í flokki ófatlaðra var í 2. sæti Brynja Valdimarsdóttir (Frans Sigurðsson tók á móti hennar verðlaunum) og 3. sæti Kristmann Magnússon
Bestu þakkir til Ólafs Ragnarssonar og Frans Sigurðssonar, GSFÍ fyrir skipulag mótsins og til þjálfara GSFÍ hópsins, Karl Ómars Karlssonar. Einnig fær golfklúbburinn Keilir kærar þakkir fyrir frábært samstarf og stuðrning við golfstarf GSFÍ