Síðasta stórmót sundmanna í Evrópu fyrir Paralympics í Tokyo 2020 verður í Funchal á eyjunni Madeira í Portúgal í maímánuði 2020. Mótið mun fara fram dagana 17.-23. maí.
Búist er við tæplega 500 sundmönnum frá um það bil 50 löndum við mótið sem munu freista þess að stilla sig af fyrir Paralympics í Penteada Ólympíulauginni í Funchal. Þetta verður þá í annað sinn á fjórum árum sem EM fer fram í Funchal en mótið var haldið þar síðast sumarið 2016 svo keppnisstaðurinn ætti að vera íslensku afrekssundfólki að góðu kunnur.