Frjálsíþróttakonurnar Hulda Sigurjónsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir lögðu í morgun af stað áleiðis til Ítalíu þar sem þær munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum íþróttum næstu dag.
Á Ítalíu keppir Hulda í kúluvarpi í flokki F20, Stefanía Daney keppir í 400m hlaupi og langstökki í sama flokki og Hulda en Bergrún Ósk er með þéttustu dagskránna í flokki T37 þar sem hún mun keppa í fimm greinum. Bergrún verður í 100,200 og 400 metra hlaupi, langstökki og kúluvarpi.
Áfram Ísland!
Mynd/ Hulda Sigurjónsdóttir á EM í frjálsum sumarið 2018.