Hærra, hraðar, lengra: Íþróttasamband fatlaðra 40 ára


Þann 17. maí síðastliðinn fagnaði Íþróttasamband fatlaðra 40 ára afmæli sínu. Í tilefni af afmælinu var settur saman heimildarþáttur um mörg af helstu íþróttaafrekum fatlaðra íslenskra afreksmenna. Núna er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni á Youtube-rás Íþróttasambands fatlaðra.


Umsjón með þættinum hafði Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður hjá RÚV og Óskar Þór Nikulásson sá um dagskrárgerð.


Horfa á Hærra, hraðar, lengra.