Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur lokið keppni á opna ítalska meistaramótinu í sundi þar sem hann vann til tveggja gullverðlauna, einna silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Þá setti hann eitt Íslandsmet í 100m baksundi (S14, þroskahamlaðir).
Íslandsmets Róberts í baksundi er 1:06.49 mín. en árangur hans ytra hefur vakið athygli þar sem Ísland er í 5. sæti heimsmótaraðar IPC yfir flestar medalíur í ungmennakeppni mótaraðarinnar. Róbert hefur unnið allar medalíurnar fyrir Íslands hönd en til þessa hefur hann keppt á opna breska og opna ítalska meistaramótinu.
Mynd/ Úr einkasafni - Róbert Ísak vel klyfjaður verðlaunum fyrir árangur sinn á opna ítalska meistaramótinu.