Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson lagði af stað í morgun til Hollands þar sem hann mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti fatlaðra í bogfimi. Mótið stendur yfir dagana 2.-10. júní.
Það er til mikils að vinna en góður árangur á mótinu getur tryggt keppendum farseðilinn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Tokyo í Japan á næsta ári aðeins örfáum dögum eftir Ólympíuleikunum.