RÚV frumsýndi í gærkvöldi þátt um 40 ára sögu Íþróttasambands fatlaðra og þau fjölmörgu afrek sem íþróttafólk með fötlun hefur unnið síðustu fjóra áratugi.
Íþróttastarf fatlaðra á Íslandi hefur átt stóran þátt í að opna enn frekar augu almennings um mikilvægi virkrar lýðheilsu og samfélagsþátttöku fólks með fötlun. Umsjón með þættinum hafði íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson og Óskar Þór Nikulásson sá um dagskrárgerð.