Vormót Aspar og Elliða verður haldið í Laugardalslaug sunnudaginn 5. maí. Upphitun hefst klukkan 12:15 og mótið klukkan 13:00.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
Ekki skal skrá hvern sundmann í fleiri en 4 greinar
1. 50m skriðsund karla 2. 50m skriðsund kvenna
3. 100m baksund karla 4. 100m baksund kvenna
5. 50m bringusund karla 6. 50m bringusund kvenna
7. 25m skriðsund drengja 8. 25m skriðsund stúlkna
9. 100m fjórsund karla 10. 100m fjórsund kvenna
11. 50m flugsund karla 12. 50m flugsund kvenna
13. 100m skriðsund karla 14. 100m skriðsund kvenna
15. 50m baksund karla 16. 50m baksund kvenna
17. 100m bringusund kvenna 18. 100m bringusund karla
Á þessu móti er sundmönnum ekki skipt í flokka eftir fötlunarflokkum heldur eftir getu. Við veitum verðlaun fyrir hvern riðil 1-8 og þar ræður mestu um hversu margir keppendur eru í greininni og hversu breitt getusviðið er. Við gerum okkar besta til að sem flestir eigi möguleika á að keppa til verðlauna.
Í 25m sundi barna erum við ALLS ekki að sækjast eftir því að krakkarnir syndi hratt heldur eru þau að fá að sýna ykkur öllum hvað þau hafa verið að læra í vetur.
Skráningum skal skilað í síðasta lagi 3. maí á kiss@internet.is
Upplýsingar gefa Olli í síma 899-8164 og Helga í síma 663-5477