Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra gaf í dag út tilkynningu vegna heimsmeistaramóts IPC í sundi. Upphaflega átti HM að fara fram í Malasíu á þessu ári en samningum við staðarhaldara var rift þar sem yfirvöld í Malasíu ákváðu að veita ekki keppendum frá Ísrael vegabréfsáritanir inn í landið.
Síðan ákveðið var að rifta samningnum um HM við Malasíu hefur enn ekki verið staðfest hvar mótið muni fara fram en IPC gaf það út í dag að sambandið væri í viðræðum við nýjan mögulegan mótshaldara og ef samningar næðust færi mótið fram í Evrópu í septembermánuði.
Ifsport.is mun færa frekari tíðindi af framvindu mála með heimsmeistaramótið í sundi um leið og þau er að hafa.