Ásvallamót SH í sundi í 50m laug fór fram helgina 16.-17. mars í Hafnarfirði þar sem fjögur ný Íslandsmet litu dagsins ljós hjá sundmönnum úr röðum fatlaðra. Heimamaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson frá Firði setti tvö ný met sem og ÍRB-liðinn Már Gunnarsson.
Róbert Ísak Jónsson vann til fernra verðlauna á mótinu þó hann hafi ekki skákað neinu af metunum sínum þetta mótið en hann hafði sigur í 100m flugsundi, tók silfur í 200m fjórsundi og tvö brons í 200m skriðsundi og 100m bringusundi.
Íslandsmet sem féllu við Ásvallamótið í Hafnarfirði
Már Gunnarsson S12 200 baksund 2:34,61
Hjörtur M. Ingvarsson S5 50 frjáls aðferð 0:43,11
Hjörtur M. Ingvarsson S5 100 frjáls aðferð 1:31,39
Már Gunnarsson S12 1500 frjáls aðferð 20:20,20
Mynd/ JB - Hjörtur Már var í góðum gír á heimavelli.