Risahópur á leið til Abu Dahbi


Heimsleikar Special Olympics eru handan við hornið og í morgun hélt risahópur áleiðs út á leikana frá Íslandi. Ekki var laust við mikla eftirvæntingu í hópnum en heimsleikar Special Olympics eru eitt stærsta íþróttamót heims og eru haldnir fjórða hvert ár.


Ásamt keppendum, fararstjórn, þjálfurum og stuðningsmönnum má gera ráð fyrir að hátt í 100 Íslendingar verði gestir á heimsleikunum þetta árið. Ísland mun eiga keppendur í boccia, lyftingum, knattspyrnu, sundi, frjálsum, golfi, keilu, unified badminton, nútímafimleikum og áhaldafimleikum. Eins og áður hefur komið fram á Ísland einnig fulltrúa í LETR-kyndilhlaupi lögreglumanna þar sem Daði Þorsteinsson rannsóknarlögrelumaður er þegar byrjaður að hlaupa með Ólympíueldinn sem tendraður verður á setningarathöfninni 14. mars.


Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun þegar hópurinn lagði af stað úr Laugardal en hægt verður að fylgjast með gangi mála á Facebook-síðu ÍF og fleiri samfélagsmiðlum eins og Snapchat (ifsport) og Instagram (npciceland)