Íslandsmót ÍF í frjálsum í Kaplakrika um helgina


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Kaplakrika um helgina en keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Mótið fer fram inni á Meistaramóti Frjálsíþróttasambands Íslands og er í umsjón frjálsíþróttadeildar Breiðabliks.


Hér má nálgast tímaseðil ÍM hjá ÍF


Íþróttasamband fatlaðra hvetur áhugasama til þess að liðsinna við framkvæmd mótsins. Þeir sem geta vettlingi valdið mega setja sig í samband við Egil Þór Valgeirsson formann frjálsíþróttanefndar ÍF á egill_thor@hotmail.com