Róbert með silfur og tvö ný Íslandsmet á RIG


Reykjavíkurleikarnir (RIG) hófust um síðastliðna helgi og var keppt í sundi í Laugardalslaug. Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH vann til silfurverðlauna á mótinu í 200m fjórsundi og setti tvö ný og glæsileg Íslandsmet. Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) keppti í opnum flokki á mótinu þar sem ekki var keppt í sérstökum flokkum fatlaðra á RIG.


Róbert varð annar í 200m fjórsundi og landaði þar góðum silfurverðlaunum en Íslandsmetin setti hann í 400m fjórsundi og 200m flugsundi. Í fjórsundinu kom hann í bakkann á tímanum 4:59.70 mín. og sló þar með Íslandsmet Jóns Margeirs Sverrissonar frá 2013 sem var 5:01.32 mín.


Í 200m flugsundi sló Róbert annað met Jóns sem staðið hafði frá árinu 2010 þegar hann kom í bakkann á 2:26.67 mín. en fyrra met Jóns var 2:42.58 mín.


Mynd af Facebook-síðu Róberts