Svigkeppni hjá Hilmari á HM


Hilmar Snær Örvarsson keppir í svigi á HM í alpagreinum í dag. Keppnin hefst kl. 10:00 að staðartíma í Slóveníu eða kl. 09:00 að íslenskum tíma. Hilmar vann á dögunum til gullverðlauna á heimsbikarmótaröð IPC í svigi sem urðu fyrstu gullverðlaun Íslandssögunnar á alþjóðlegri heimsbikarmótaröð.

Hér er hægt að fylgjast með beinum úrslitum en mótið verður líka í beinni útsendingu á Youtube-rás IPC - Paralympic TV