Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings er mættur til Zagreb í Króatíu til að keppa á heimsbikarmótinu í svigi næstu tvo daga. Að móti loknu heldur hann yfir til Slóveníu þar sem heimsmeistaramótið í alpagreinum fer fram. Með Hilmari í för er þjálfari hans Þórður Georg Hjörleifsson.
Hilmar keppir í svigi í dag og á morgun og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni á Youtube-rás Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) með því að smella hér.
Hilmar keppir í flokki hreyfihamlaðra (LW2 - standing) en hægt er að fylgjast með úrslitaþjónustu mótsins í beinni.
Mynd/ Hilmar og Þórður þjálfari hans á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu 2018.