Fimmtudaginn 13. desember næstkomandi verður árlegt hóf Íþróttasambands fatlaðra haldið að Radisson Blu hóteli Sögu þar sem Íþróttakona og íþróttamaður ársins verða útnefnd.
Þessi árlegi viðburður er boðshóf ÍF en í fyrra voru það sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og frjálsírþóttamaðurinn Helgi Sveinsson sem hlutu nafnbótina Íþróttafólk ársins 2017 hjá ÍF.
Hörður Barðdal var fyrst útnefndur íþróttamaður ársins árið 1977 en lista sigurvegaranna má sjá hér á heimasíðunni.