Myndband: Mögnuð áhrif leikanna 2012 - milljón fleiri í vinnu í Bretlandi


Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra og skrifstofa mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum hafa setti í loftið verkefnið „Transforming Lives Makes Sense for Everyvone“ eða eins og mætti útleggja á íslensku: Umbyltingin er öllum í hag.


Stuttmynd er þegar komin af stað á netinu sem sýnir hve stórt hlutverk Channel 4 í Bretlandi átti í að umbylta hugmyndum fólks gagnvart fötlunum í Bretlandi og um leið breyta fjölmiðlaumhverfi þar í landi. Samkvæmt Bretum eru tæpar fjórar milljónir manna með fötlun sem nú hafa vinnu þar í landi sem er nærri því milljón fleiri en fyrir fimm árum!


Fyrir Ólympíumótið í London 2012 hóf Channel 4 að leita eftir sjónvarpsfólki með fötlun sem þau síðan þjálfuðu upp til þess að stýra umfjöllun um Paralympics 2012. Sú umfjöllun Channel 4 um 2012 leikana er algerlega einstök í flokki umfjallana af Paralympics þar sem útbreiðslan náði algerlega nýjum hæðum.


Hér er í þessu verkefni IPC og Sameinuðu þjóðanna er verið að hvetja atvinnuveitendur til þess að átta sig á því að það er ekki ölmusa að ráða fólk með fötlun til starfa, það er leið til þess að ná enn meiri árangri. Lesa má nánar um verkefnið hér.

 



Mynd/ Jón Björn - Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti Íslands í heimsókn sinni í Ólympíuþorpinu 2012. Með honum er sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir t.v. og frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir t.h. en Ólafur var sérlega hrifin af naglalakki þeirra í formi íslenska fánans.