Ráðstefnan „Sigurför fyrir sjálfsmyndina“ verður haldin laugardaginn 10. nóvember 2018 á Radisson Blu Hótel Sögu frá kl. 10:15-13:00.
Á ráðstefnunni segja keppendur, aðstandendur og þjálfarar frá þátttöku og undirbúningi í heimsleikum Special Olympics og kynning verður á Unified-keppnum þar sem systkini, vinir og foreldrar geta verið með í liðum. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari á heilsuleikskólanum Ásbrú Háaleiti og Stefan Hardonk lektor við HI og faðir leikskólabarns, kynna verkefnið ,,YAP" Young Athlete Project, hreyfiþjálfun barna með sérþarfir. Háaleiti við Ásbrú hefur verið helsti samstarfsaðili Special Olympics á Íslandi við innleiðingu YAP fá Íslandi.
Ráðstefnustjórar verða Aron Freyr Heimisson knattspyrnumaður og Bára Ólafsdóttir sundkona. Skráning fer fram hér.
Nánari dagskrá ráðstefnunnar