Fjör á Paralympics daginn


Það var stemming í Laugardalshöllinni á Paralympics daginn og fólk skemmti sér við að prófa alls kyns íþróttagreinar og kynna sér starf félaga og samtaka. Samstarfsaðilar ÍF voru nokkrir á staðnum, Atlantsolía bauð upp á pylsur og drykki og Össur var með sýningarbás þar sem nýjasta tækni stoðtækja var kynnt. Kynntar voru íþróttagreinar sem keppt er í á leikum Paralympics/ólympíumóti fatlaðra og einnig voru kynntar íþróttagreinar sem aðeins er keppt í á leikum Special Olympics s.s. nútímafimleikar, golf, listhlaup á skautum og keila. Markmið með deginum er að kynna ólíkar íþróttagreinar og þau tækifæri sem eru til staðar í gegnum þátttöku í íþróttastarfi, jafnt fyrir afreksfólkið sem stefnir á hámarksárangur á heimsvísu sem almenna iðkendur, börn, unglinga og fullorðna. Myndir á fbsíðu IF og koma inn á 123.is/if