Paralympic-dagurinn á laugardag!


Paralympic-dagurinn 2018 fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal núna laugardaginn 29. september næstkomandi. Um er að ræða stóran og skemmtilegan kynningardag á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Jón Jónsson tónlistarmaður og stuðbolti skorar á gesti í hinum ýmsu íþróttagreinum og Atlantsolíubíllinn mætir drekkhlaðinn drykkjum og pylsum.


Íþróttanefndir Íþróttasambands fatlaðra og aðildarfélög sambandins munu kynna íþróttirnar og starfsemina og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.


Allir eru velkomnir á Paralympic-daginn og að sjálfsögðu ókeypis inn.


Hér má heyra í Þórði Árna formanni ÍF í morgunútvarpi RÚV að kynna Paralympic-daginn 2018 sem og íþróttir fatlaðra almennt:

Mynd/ Bára Dröfn: Frá Paralympic-deginum 2017.