Um 200 þátttakendur frá 100 aðilum tengdum IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlara), aðildarlönd og aðrir hagsmunaaðilar tengdir, mættu til stefnumótunarfundar IPC en fundurinn var haldinn í Madrid 7. - 9. september sl. Fundinn sátu f.h. ÍF Þórður Árni Hjaltested, formaður og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs.
Fundinum var skipt upp í vinnustofur þar sem fundarmenn komu sínum sjónarmiðum á framfæri og verða niðurstöðurnar nýttar til vinnu við þróun framtíðinarskipulags samtakanna. Verða niðurstöðurnar kynntar á næsta aðalfundi IPC sem fram fer í Bonn í Þýskalandi í októbermánuði 2019.
Þá var á fundinum kynnt nýtt samkomulag IPC og IOC (Alþjóðaólympíuhreyfingarinnar) sem færir samtökin mun nær hver öðru en áður hefur verið, sérstaklega hvað varðar markaðs- og kynningarmálum.
Í tengslum við stefnumótunarfundinn var haldinn sérstök ráðstefna um markaðs- og kynningarmál IPC. Má nú glöggt sjá að loksins eru IPC orðin samtök sem eftirsóknarvert er að vera í samstarfi og samvinnu við.
Sjá nánar um stefnumótunarfundunn á www.paralympic.org/news/ipc-host-membership-gathering-madrid