Bergrún fór mikinn í Berlín: Þrenn verðlaun í húsi!


Frjálsíþróttakonanan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, vann í dag sín þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum þegar hún hreppti bronsið í 200m hlaupi T37 (hreyfihamlaðir). Bergrún bætti sinn besta tíma er hún kom í mark á 31.61. sek. sem er nýtt Íslandsmet! 


Bergrún hefur því unnið tvenn bronsverðlaun á mótinu og eitt silfur. Bergrún var fjórða í mark í dag en hin úkraínska Nataliia Kobzar var dæmt úr leik og því hlaut Bergrún bronsið. Þess má einnig geta að árangur Bergrúnar í 100m hlaupi var einnig Íslandsmet og þá var lengsta stökkið hennar í langstökki besti árangur íslenskrarar frjálsíþróttakonu í flokki T37 á erlendum vettvangi.


Magnaður árangur í Berlín hjá þessum 17 ára ÍR-ing sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti.


Mynd/ Egill Þór - Frá verðlaunaafhendingunni í 200m hlaupi T37 kvenna.