Fimmti keppnisdagur Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi er hafinn og í morgun keppti Thelma Björg Björnsdóttir í undanrásum í 400m skriðsundi S6 (hreyfihamlaðir). Thelma varð áttunda í undanrásum og keppir því í úrslitum í kvöld en hún synti í morgun á tímanum 6:11.27 mín. en Íslandsmet hennar í greininni er 5:58.94 mín.
Már Gunnarsson verður einnig í úrslitum í kvöld en hann tekur þátt í beinum úrslitum í 200m fjórsundi.
Mynd úr safni/ Thelma Björg við keppni á Paralympics í Ríó 2016.