Fimmta keppnisdegi á EM fatlaðra í sundi er lokið og þau Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir halla sér á koddann í kvöld með ný Íslandsmet í farteskinu. Til hamingju bæði tvö!
Már sem syndir í flokki S12 (blindir/sjónskertir) var með viðmiðunartímann 2:39.00 mín. en sá tími er fenginn úr flokki S11 og er í eigu Birkis Rúnars Gunnarssonar en þetta er s.s. í fyrsta sinn sem sundmaður í flokki sjónskertra/blindra utan S11 flokksins sem syndir á betri tíma en Birkir gerði en Már kom í bakkann á 2:36.35 mín. og hafnaði í 6. sæti.
Þá setti Thelma Björg nýtt Íslandsmet í 400m skriðsundi S6 (hreyfihamlaðir) þegar hún hafnaði í 7. sæti úrslitanna á tímanum 5.58.59 mín. en hennar fyrra met var 5:58.94 mín.
Mynd/ Kristín Guðmundsdóttir - Már og Thelma að loknum úrslitum í Dublin í kvöld.