Ísland sendir 12 keppendur á EM í sundi og frjálsum


Fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum og sundi sumarið 2018 voru kynntir í höfuðstöðvum Toyota í Garðabæ í dag. Þetta sumarið mun Ísland tefla fram 12 þátttakendum, sex í sundi og sex í frjálsum íþróttum.


EM í sundi fer fram í Dublin á Írlandi dagana 13.-19. ágúst og EM í frjálsum fer fram í Berlín í Þýskalandi dagana 20.-26. ágúst næstkomandi.

Íslenski hópurinn á EM í sundi:

Róbert Ísak Jónsson – Fjörður
Guðfinnur Karlsson – Fjörður
Hjörtur Már Ingvarsson – Fjörður
Már Gunnarsson – ÍRB
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFR

Íslenski hópurinn á EM í frjálsum:

Helgi Sveinsson - Ármann
Patrekur Andrés Axelsson – Ármann
Jón Margeir Sverrisson - Fjölnir
Hulda Sigurjónsdóttir - Suðri
Stefanía Daney Guðmundsdóttir - Eik
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – ÍR

Sund:

Róbert Ísak Jónsson, S14 þroskahamlaðir: Ríkjandi heimsmeistari í 200m fjórsundi frá HM 2017. Vegna jarðskjálfta í Mexíkó hættu margar þjóðir við þátttöku en sigurtími Róberts í greininni var 2:19.34mín. Keppir nú á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti.

Guðfinnur Karlsson, S11 blindir: Keppir á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti.

Hjörtur Már Ingvarsson, S5 hreyfihamlaðir: Hans fyrsta stórmót var EM 2009 sem fram fór í Laugardalslaug. Hann á að baki tvö heimsmeistaramót 2010 og 2013 og er nú að taka þátt í sínu öðru Evrópumeistaramóti.

Már Gunnarsson, S12 sjónskertir/blindir: Annað Evrópumót Más sem keppti á sínu fyrsta EM 2016 í Funchal í Portúgal. Þá á Már einnig eitt heimsmeistaramót að baki 2017 í Mexíkó.

Sonja Sigurðardóttir, S4 hreyfihamlaðir: Tvöfaldur Paralympics keppandi, 2008 og 2016. Keppti á EM á Íslandi 2009, HM 2010, HM 2015, EM 2016 og HM 2017.

Thelma Björg Björnsdóttir, S6 hreyfihamlaðir: Keppti á Paralympics 2016. Hennar fyrsta stórmót var HM í Kanada 2013, EM 2014, HM 2015, EM 2016 og HM 2017.

Frjálsar:

Helgi Sveinsson, F63 hreyfihamlaðir: Fyrsta stórmót var EM 2012. Síðan þá hefur Helgi tvívegis keppt á Paralympics, 2012 og 2016. Hann á að baki HM 2013, EM 2014, HM 2015, EM 2016 og HM 2017 og er ríkjandi Evrópumeistari.

Patrekur Andrés Axelsson, T11 blindir: Fyrsta stórmót Patreks á ferlinum. Fyrsta mót erlendis á ferlinum var opna ítalska sumarið 2015. (Aðstoðarhlaupari Patreks heitir Andri Snær Ólafsson)

Jón Margeir Sverrisson, T20 þroskahamlaðir: Fyrsta stórmót á ferlinum í frjálsum. Margverðlaunaður sundmaður og er fyrstur íþróttamanna úr röðum fatlaðra síðan Geir Sverrisson til þess að keppa á stórmótum í bæði frjálsum og sundi.

Hulda Sigurjónsdóttir, F20 þroskahamlaðir: Hulda á tvö stórmót að baki, EM 2012 og EM 2016.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir, F og T 20 þroskahamlaðir: Fyrsta og eina stórmótið til þessa var EM 2016.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, F og T 37 hreyfihamlaðir: Á leið á sitt fyrsta stórmót.

*Bæði mótin verða í beinni útsendingu á Youtube-rás IPC: https://www.youtube.com/user/ParalympicSportTV

Mynd/ Íslenski keppnishópurinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótunum í sundi og frjálsum í ágústmánuði.