Íslandsmót ÍF í frjálsum 21. og 22. júlí á Akureyri


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri dagana 21. og 22. júlí næstkomandi og verður haldið á sama tíma og Akureyramótið í frjálsum fer fram. Tengiliður ÍF vegna framkvæmdar á keppni fatlaðra er Egill Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar ÍF 847-0526 eða Kári Jónsson 820-8548.


Skráningu keppenda skal senda til if@ifsport.is eða Kára Jónssonar kari.jonsson1960@gmail.com sem setur þær inn í mótaforritið Þór, sem þið finnið á heimasíðu FRÍ. Skráningarfrestur er til miðnættis föstudaginn 13. júlí. Skorað er á forráðamenn félaga að virða skráningarfrest og fylla út lista keppenda á eyðublöðum sem þegar hafa verið send til aðildarfélaga ÍF.


Keppni fer fram laugardaginn 21. júlí frá kl. 10:00 til 15:00 og sunnudaginn 22 júlí kl. 10:00 til 14:00
Tímaseðil er að finna í mótaforritinu á slóðinni http://urslit.fri.is, mótshaldari áskilur sér rétt til breytinga að teknu tilliti til skráninga. Endanlegur tímaseðill verður birtur fimmtudag fyrir mót.

Mynd/ Patrekur Axelsson hlaupari ásamt aðstoðarhlaupara sínum Andra Snæ.