Opna þýska meistaramótið í sundi fór fram í byrjun mánaðarins í Berlín. Ansi myndarlegur hópur frá Íslandi var staddur ytra við keppni sem og flokkun og óhætt að segja að sundfólkið hafi verið í fínum gír því heil tíu ný Íslandsmet litu dagsins ljós.
Már Gunnarsson ÍRB og Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR settu hvort um sig þrjú met í Berlín.
Opna Þýska meistaramótið Berlín, Þýskaland 7. – 10. júní
Már Gunnarsson S12 200 frjáls aðferð 2:19,24 07/06/18
Thelma Björg Björnsdóttir SB5 100 bringusund 1:52,79 07/06/18
Már Gunnarsson SM12 400 fjórsund 5:38,96 07/06/18
Guðfinnur Karlsson S11 200 baksund 3:05,12 07/06/18
Thelma Björg Björnsdóttir S6 100 frjáls aðferð 1:23,32 08/06/18
Hjörtur Már Ingvarsson S5 50 baksund 0:52,95 08/06/18
Már Gunnarsson S12 50 baksund 0:34,11 08/06/18
Róbert Ísak Jónsson SB14 50 bringusund 0:32,22 09/06/18
Hjörtur Már Ingvarsson S5 100 baksund 1:49,91 09/06/18
Thelma Björg Björnsdóttir S6 400 frjáls aðferð 5:58,94 09/06/18