Ólafur Ólafsson fráfarandi formaður Íþróttafélagsins Aspar var á aðalfundi Aspar sæmdur heiðurskrossi ÍF, æðsta heiðursmerki sambandsins.
Úr lögum Íþróttasambands fatlaðra:
Æðsta heiðursmerki ÍF, er gullmerki ákrossi, borið í borða í íslensku fánalitunum. Skal veita íslenskum ríkisborgara, sem unnið hefur langvarandi og góð störf í þágu ÍF, íþróttahreyfingarinnar í heild, einstakra íþróttahéraða, íþróttagreina eða með öðrum hætti,
sem stjórn sambandsins ákveður,en störf viðkomandi verða að hafa haft afgerandi áhrif á framgang íþrótta fatlaðra.
Íþróttafélagið Ösp var stofnað í Valhöll á Þingvöllum 18. maí 1980 og því verður félagið 38 ára á morgun. Ólafur er einn af stofnfélögum félagsins, var stjórnarmaður í tvö ár en þá var hann kjörinn formaður og gengdi formennsku óslitið fram til 13. maí 2018
Mynd/ Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF gerði Ólaf að heiðursfélaga við aðalfundinn en með honum var Margrét Kristjánsdóttir stjórnarmaður ÍF. Á milli þeirra er Ólafur heiðursfélagi Ólafsson.