2 ára YAP (young athlete project) samstarfsverkefni Íslands, Eistlands og Noregs að ljúka


Frá árinu 2016 til 2018 hafa 3 leikskólar frá Íslandi, Noregi og Eistlandi tekið þátt í Evrópuverkefni i sem byggir á YAP, Young Athlete Project og snemmtækri íhlutun. Markmið var að vinna markvisst að því að efla og þróa það starf sem leikskólarnir hafa staðið fyrir á sviði hreyfiþjálfunar. Mjög misjafnt var hve starfið var langt komið í hverju landi en heilsuleikskólinn Háaleiti Ásbrú sem tók þátt í verkefninu, er án efa komin einna lengst á þessu sviði. Verkefnið hefur skilað margvíslegum ávinningi og í lok tímabils voru lagðar spurningar fyrir aðstandendur barna á leikskólunum og starfsfólk leikskólanna auk þess sem forsvarsfólk verkefnisins tók saman skýrslu um verkefnið. 

Special Olympics á Íslandi hefur verið bakhjarl verkefnisins sem hefur mikla þýðingu fyrir innleiðingu YAP á Íslandi og gefur innsýn í mikilvægt starf leikskóla. Ákveðið hefur verið að sækja um styrk til áframhaldandi þróunar verkefnisins og  er næsta markmið að skoða sérstaklega áhrif markvissrar hreyfiþjálfunar á tveggja ára börn í leikskólunum þremur. Ef styrkur fæst í verkefnið verður spennandi að fylgjast með hvernig það þróast. Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari við leikskólann Háaleiti hefur stýrt æfingaprógramminu þar með góðum stuðningi forsvarsmanna og starfsfólks leikskólans. Til hamingju með þetta mikilvæga verkefni, öll sem komuð að því.

Á myndinni eru fulltrúar frá Íslandi, Noregi og Eistlandi sem héldu lokafund verkefnisins í vikunni