Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í 50m laug fór fram helgina 20.-22. apríl síðastliðinn. Mótið fór fram samhliða Íslandsmóti SSÍ en keppt var í Laugardalslaug. Fimm ný Íslandsmet í röðum fatlaðra litu dagsins ljós og fjögur þeirra setti Már Gunnarsson sundmaður frá ÍRB í Reykjanesbæ.
Már keppir í flokki S12, flokkur sjónskertra en kollegi hans í flokki S11 (alblindir) Guðfinnur Karlsson frá Firði setti svo fimmta met helgarinnar í 200m baksundi á tímanum 3:06,61 mín.
Íslandsmet á ÍM50, ÍF-hluti:
ÍM50 SSÍ/ÍF Sundlaug Laugardals 20.- 22. apríl
Már Gunnarsson S12 50 frjáls aðferð 0:30,44 20/04/18
Már Gunnarsson S12 200 baksund 2:38,56 20/04/18
Guðfinnur Karlsson S11 200 baksund 3:06,61 20/04/18
Már Gunnarsson S12 100 baksund 1:13,23 21/04/18
Már Gunnarsson S12 200 frjáls aðferð 2:22,59 22/04/18
Mynd/ Már ásamt þjálfara sínum Steindóri Gunnarssyni.