Hilmar: Markmiðin náðust!


Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið keppni á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu. Hilmar hafnaði í 20. sæti í stórsvigi og í 13. sæti í svigi. Í báðum greinum tókst honum að lækka punktastöðu sína og fyrir vikið klífa ofar á heimslistum greinanna.


Hilmar setti eftirfarandi færslu inn á Facebook í dag að loknum leikum



Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari Hilmars var einnig mjög ánægður með árangurinn ytra:


„Að ná 20. sæti í stórsvigi var frábær árangur og svo höfðum við miklar væntingar til dagsins í dag fyrir svigkeppnina. Æfingar höfðu gengið frábærlega. Smá mistök urðu í fyrri ferðinni sem urðu til þess að Hilmar lagðist á hliðina en hann reif sig upp og kláraði þessa fyrri ferð. Í seinni ferðinni náði hann sjöunda besta tíma og hafnaði loks í 13. sæti í heildina. Hann bætir sína punkta í báðum greinum og allir hrikalega sáttir og fjölmargir hafa óskað okkur til hamingju með árangurinn.“

Mynd/ Getty - Hilmar í svigkeppninni í dag.