Kynningardagur YAP 2018 í Hafnarfirði


Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 var haldinn kynningardagur YAP í Hafnarfirði.​

Leikskólastjórar, sérkennslustjórar, íþróttafræðingar, þroskaþjálfar og leikskólakennarar mættu í Bjarkarhúsið þar sem 3 -5 ára börn frá Víðivöllum tóku þátt í þrautabraut og gerðu æfingar. Í kjölfar þess var kynning  á YAP og umræður í sal leikskólans Arnarbergs. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frá ÍF og Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari við  Heilsuleikskólann Háaleiti, Ásbrú  höfðu umsjón með verkefninu í samstarfi við  Huldu Snæberg Hauksdóttir, leikskólastjóra, Víðivöllum og Björk Alfreðsdóttir, sérkennslufulltrúa í Hafnarfirði

 

YAP er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics Int.en starf Special Olympics á Íslandi fer fram á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Markmið YAP er að stuðla að því að öll börn fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Ókeypis aðgengi er að fræðsluefni og og byggt er á æfingum sem eru einfaldar og geta farið fram við mismunandi aðstæður. Bostonháskóli í samstarfi við SOI lét útbúa próf sem hægt er að nýta til til að meta stöðu barna og aðlaga má prófið að öðrum hreyfiprófum.

Flest lönd sem innleiða YAP hafa sett upp opna tíma eða íþróttaskóla og aðildarfélög ÍF hafa verið hvott til þess. Á Íslandi var var ákveðið að óska samstarfs við leikskóla og ná þannig til fleiri barna. Samstarfsverkefni felst í því að skapa aðstæður til að börn sem þess þurfa fái auka hreyfitíma í því formi sem talið er henta á hverjum stað. Rannsóknir hafa sýnt að snemmtæk íhlutun getur haft jákvæð áhrif til framtíðar. Talið er að jákvæður árangur sem nú þegar hefur komið fram í YAP verkefninu hafi áhrif til framtíðar og styrki og hvetji börn til áframhaldandi hreyfingar og þátttöku í íþróttastarfi þegar grunnskólinn tekur við.  

YAP fræðsluefnið er sett upp m.t.t þess að öll aðildarlönd SOI geti  nýtt verkefnið og myndrænar æfingar og 6 – 8 vikna æfingakerfi er einfalt kennsluefni fyrir alla.  Verkefnið hentar því vel því umhverfi sem leikskólar búa við í dag en af einhverjum ástæðum eru mjög fáir íþróttafræðingar að störfum í leikskólum.  Það var því mjög ánægjulegt að sjá á staðnum íþróttafræðinga sem starfa á leikskólum í Hafnarfirði og eru að fylgja eftir markvissum verkefnum á sviði hreyfifærni. Sá árangur sem náðst hefur í heilsuleikskólanum Háaleiti, Ásbrú sem fyrstur hóf innleiðingu YAP er athyglisverður. Þar er ekki aðeins um að ræða bætta  hreyfifærni heldur einnig félagsfærni, málþroska og sterkari sjálfsmynd barnanna.