Íþróttasamband fatlaðra og Greiðslumiðlun ehf gerðu nýverið með sér samning um notkun aðildarfélaga sambandsins á „Nóra“, sem er vefskráningar og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, félagasamtök o.fl.
„Nóri“ auðveldar utanumhald á uppsetningu námskeiða, skráningu þátttakenda, greiðslum, uppgjörum og býður að auki tengingar við ýmis kerfi sveitarfélaga og annarra. Þannig nýta fölmörg sveitarfélög sér tengingar frá „Nóra“ við frístunda og hvatakerfi auk þess sem útskrár fyrir Felix, félagakerfi ÍSÍ eru í boði.
Yfir 100 íþróttafélög nota nú “Nóra“ og er það von ÍF að aðildarfélög sambandsins nýti sér þessa þjónustu og auðveldi sér þannig utanumhald varðandi rekstur félagsins. Notkunarmöguleikar „Nóra“ munu verða kynntir aðildarfélaögum ÍF á Formannafundi samandsins sem haldinn verður í apríl n.k.
Mynd/ Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afreskssviðs ÍF ásamt Brynjari Jóhannessyni frá Greiðslumiðlun.