Tveimur keppnisdögum er nú lokið á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Mexíkó og hefur íslenski hópurinn þegar landað tveimur verðlaunum þar sem Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, vann til bronsverðlauna í 100m bringusundi í gær.
Thelma kom í bakkann á 1:57.66 mín en hún var þriðja í fjögurra sundkvenna úrslitariðli. Eins og áður hefur komið fram urðu nokkur afföll af þátttökuþjóðum á HM þetta árið vegna náttúruhamfaranna í Mexíkó og því sumir riðlar í keppninni fámennari en oft áður.
Keppnisdagur tvö á HM (3. desember):
100m bringusund
Thelma Björg Björnsdóttir, 3. sæti - 1:57.66 mín.
50m baksund
Sonja Sigurðardóttir, 6. sæti - 1:03.26 mín.
400m skriðsund
Már Gunnarsson, 5. sæti - 5:11.05 mín.
Mynd/ Thelma Björg vann til bronsverðlauna á HM í gær.