Jón og Róbert stigahæstu sundmenn NM


Ísland með 21 gullverðlaun


Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra lauk áðan í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem Íslendingar voru sigursælir! Jón Margeir Sverrisson var stigahæsti sundmaður mótsins í karlaflokki og Róbert Ísak Jónsson var stigahæsti sundmaðurinn í ungmennaflokki. Þá var Maja Reichard frá Svíþjóð stigahæsta konan í fullorðinsflokki og Jenna Rajahalme frá Finnlandi stigahæst í ungmennaflokki kvenna.


Ísland vann 21 gullverðlaun á mótinu, 13 í einstaklingsgreinum og 8 í boðsundi. Þá féllu sjö Íslandsmet á mótinu en árangur helgarinnar má sjá hér að neðan:


Árangur Íslands á mótinu

Ísland: 13 gullverðaun, 6 silfur, 8 brons


Boðsund:

Ísland: 8 gull, 2 silfur


Stigahæstu sundmenn mótsins


Maja Reichard, Svíþjóð
Jón Margeir Sverrisson, Ísland


Stigahæstu ungmenni mótsins


Róbert Ísak Jónsson, Ísland
Jenna Rajahalme, Finnland


Íslandsmet á NM 2017

50 m bringusund Agnar Ingi Traustason SB5, 54,37 sek
100 m skriðsund Kristín Þorsteinsdóttir S16, 1:27,36 mín
50 m baksund Kristín Þorsteinsdóttir S16, 49,31 sek
100 m baksund Már Gunnarsson S12, 1:13,83 mín
50 m flugsund Jón Margeir Sverrisson S14, 27,19 sek
50m baksund Guðfinnur Karlsson S11, 38,55 sek.
50m baksund Már Gunnarsson S12, 34,62 sek.


Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Hafnarfjarðarbæjar, SH og Fjarðar fyrir aðstöðuna við mótahaldið og liðsinni við uppsetningu og eftirfylgni á mótinu. Öll aðstaða var til fyrirmyndar og þá verður seint þakkað nógsamlega öllu því öfluga fólki sem starfaði við dómgæslu og önnur störf á meðan mótið fór fram.


Mynd/ Félagarnir Jón Margeir og Róbert Ísak fengu verðlaun sem stigahæstu sundmenn mótsins í fullorðins- og ungmennaflokki.